Bogi Nils valinn markaðsmanneskja ársins Árni Sæberg skrifar 7. febrúar 2024 10:34 Bogi Nils Bogason, markaðsmanneskja ársins. ÍMARK Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var í gærkvöldi valinn markaðsmanneskja ársins 2023 hjá ÍMARK. Í tilkynningu þess efnis frá ÍMARK segir að Bogi Nils hafi í starfi sínu tekist á við krefjandi aðstæður í rekstri á sama tíma og fyrirtækið hafi haldið áfram uppbyggingu alþjóðlegs leiðakerfis með Ísland sem miðpunkt. Vörumerki Icelandair sé eitt þekktasta vörumerki á Íslandi, sem nýlega fór í gegnum endurmörkun. Valið á markaðsmanneskju ársins sé niðurstaða dómnefndar sem skipuð var einstaklingum sem komi víðsvegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK hafi afhent Boga verðlaunin á viðburði ÍMARK í dag. Verðlaunin séu veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö ár, en við valið hafi verið leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. Fjölmargar tilnefningar hafi borist í ár frá félagsmönnum ÍMARK enda sé gróska í markaðsmálum og jafnframt áskoranir miklar á síðustu tveimur árum Héldu stefnu í faraldrinum Í rökstuðningi dómnefndar segir að Icelandair hafi gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs hafi stjórnendur fyrirtækisins lagt áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hafi fyrirtækið haldið markaðsstarfi áfram og verið tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma hafi fyrirtækið verið í miðju endurmörkunarferli, sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem hafi og orðið raunin. Bogi hafi orðið sýnilegri í fjölmiðlum og tekið á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig hafi Bogi stigið fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talað beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn hafi Icelandair einnig gegnt lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagt áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft. Mikill heiður „Það er mikill heiður að taka við verðlaununum markaðsmanneskja ársins. Verðlaunin eru auðvitað fyrst og fremst til marks um það frábæra starf sem starfsfólk Icelandair hefur unnið undanfarin ár Nú er farþegafjöldi Icelandair orðinn sambærilegur við metárið 2019 – árangur sem fá flugfélög í heiminum geta státað af. Áhersla okkar í markaðsmálum er að halda merkjum Íslands á lofti um allan heim enda fara hagsmunir Icelandair og Íslands saman.“ Dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins var skipuð eftirfarandi: Formaður dómnefndar: Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og stjórnendaráðgjafi Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu Erling Agustsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu Gerður Arinbjarnardóttir, rigandi Blush (Markaðsmanneskja ársins 2021) Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair sem sat hjá við endanlegt val Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hér og Nú Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt Háskólanum á Bifröst Auglýsinga- og markaðsmál Icelandair Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis frá ÍMARK segir að Bogi Nils hafi í starfi sínu tekist á við krefjandi aðstæður í rekstri á sama tíma og fyrirtækið hafi haldið áfram uppbyggingu alþjóðlegs leiðakerfis með Ísland sem miðpunkt. Vörumerki Icelandair sé eitt þekktasta vörumerki á Íslandi, sem nýlega fór í gegnum endurmörkun. Valið á markaðsmanneskju ársins sé niðurstaða dómnefndar sem skipuð var einstaklingum sem komi víðsvegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK hafi afhent Boga verðlaunin á viðburði ÍMARK í dag. Verðlaunin séu veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö ár, en við valið hafi verið leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. Fjölmargar tilnefningar hafi borist í ár frá félagsmönnum ÍMARK enda sé gróska í markaðsmálum og jafnframt áskoranir miklar á síðustu tveimur árum Héldu stefnu í faraldrinum Í rökstuðningi dómnefndar segir að Icelandair hafi gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs hafi stjórnendur fyrirtækisins lagt áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hafi fyrirtækið haldið markaðsstarfi áfram og verið tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma hafi fyrirtækið verið í miðju endurmörkunarferli, sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem hafi og orðið raunin. Bogi hafi orðið sýnilegri í fjölmiðlum og tekið á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig hafi Bogi stigið fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talað beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn hafi Icelandair einnig gegnt lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagt áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft. Mikill heiður „Það er mikill heiður að taka við verðlaununum markaðsmanneskja ársins. Verðlaunin eru auðvitað fyrst og fremst til marks um það frábæra starf sem starfsfólk Icelandair hefur unnið undanfarin ár Nú er farþegafjöldi Icelandair orðinn sambærilegur við metárið 2019 – árangur sem fá flugfélög í heiminum geta státað af. Áhersla okkar í markaðsmálum er að halda merkjum Íslands á lofti um allan heim enda fara hagsmunir Icelandair og Íslands saman.“ Dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins var skipuð eftirfarandi: Formaður dómnefndar: Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og stjórnendaráðgjafi Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu Erling Agustsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu Gerður Arinbjarnardóttir, rigandi Blush (Markaðsmanneskja ársins 2021) Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair sem sat hjá við endanlegt val Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hér og Nú Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt Háskólanum á Bifröst
Auglýsinga- og markaðsmál Icelandair Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira