Viðskipti SE svarar Festi sem bendir á bresti og segir Lúðvík of dýran í rekstri Samkeppniseftirlitið segir Lúðvík Bergvinsson, sem var skipaður óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Festi, hafa gegnt mikilvægu hlutverki og gert grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni sem séu nú til rannsóknar. Viðskipti innlent 25.3.2021 20:01 Stefna RÚV vegna Brúneggjaumfjöllunar Kastljóss Eigendur fyrirtækisins Brúneggja hafa stefnt Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið, síðla árs 2016. Viðskipti innlent 25.3.2021 19:39 Isavia tapaði 13,2 milljörðum króna í fyrra Afkoma Isavia var neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta árið 2020. Er um að ræða 14,4 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Tekjur drógust saman um 62% milli ára og námu 14,7 milljörðum króna. Viðskipti innlent 25.3.2021 12:49 Meniga fær 1,5 milljarða fjármögnun og hjálpar fólki að áætla kolefnissporið Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur tryggt sér 1,5 milljarðs króna fjármögnun. Fjármögnunin var leidd af hollenska fjárfestingasjóðnum Velocity Capital Fintech Futures og íslenska fjárfestingasjóðnum Frumtak Ventures. Viðskipti innlent 25.3.2021 10:37 Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. Viðskipti innlent 25.3.2021 10:22 Birkir tekur við af Valgeiri hjá VÍS Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi hjá VÍS. Valgeir M. Baldursson, fráfarandi framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi, sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu, en hann hefur ráðið sig sem forstjóri Terra. Viðskipti innlent 25.3.2021 10:03 Verðbólgan nær sömu hæðum og í janúar Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,8%. Viðskipti innlent 25.3.2021 09:31 Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. Atvinnulíf 25.3.2021 07:01 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. Viðskipti innlent 24.3.2021 16:58 Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 24.3.2021 11:40 Tólf sagt upp hjá Íslandsbanka Tólf starfsmönnum Íslandsbanka var sagt upp í morgun. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 24.3.2021 10:46 Lokið fjármögnun á sextán milljarða framtakssjóði Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á 16 milljarða framtakssjóði undir heitinu SÍA IV. Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta að sögn Stefnis og nam heildarfjárhæð áskrifta um 20 milljörðum króna. Viðskipti innlent 24.3.2021 09:32 Bein útsending: Seðlabankinn gerir grein fyrir óbreyttum stýrivöxtum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 9:30 í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. Viðskipti innlent 24.3.2021 09:01 Framtíð ferðaþjónustunnar: Björn Leví ræðir stöðu og horfur Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum er næsti gestur í þættinum Samtal við stjórnmálin sem Samtök ferðaþjónustunnar stendur að. Viðskipti innlent 24.3.2021 08:46 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. Viðskipti innlent 24.3.2021 08:31 Bein útsending: Umhverfisráðstefna Gallup 2021 Umhverfisráðstefna Gallup og samstarfsaðila fer fram í dag, fjórða árið í röð. Viðskipti innlent 24.3.2021 08:30 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ Atvinnulíf 24.3.2021 07:01 Harry prins til BetterUp Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala. Viðskipti erlent 23.3.2021 15:15 Uppsagnir og lokanir hjá Kaffitári Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu í Bankastræti tímabundið og endanlega hætt rekstri í Þjóðminjasafninu. Þetta staðfestir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 23.3.2021 15:07 Frumkvöðlasjósund, hönnunarkeppni gervifóta og íslenskt wasabi Nýsköpunarvikan verður haldin þann 26. maí til 2. júní næstkomandi en þar gefst fyrirtækjum og frumkvöðlum kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum. Viðskipti innlent 23.3.2021 11:31 Bein útsending: Súrefnisspúandi álver - kapphlaupið um eðalskautin Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, prófessor við verkfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis í hádeginu i dag. Þar verður fjallað um ferli álframleiðslu, áskoranir og hið nýja kapphlaup í álbransanum. Viðskipti innlent 23.3.2021 11:31 Spá 700 þúsund ferðamönnum í ár Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist. Viðskipti innlent 22.3.2021 20:54 Ráðin forstöðumaður Loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Loftlags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viðskipti innlent 22.3.2021 14:53 Helena Gallardo Roldán fyrsti starfsstöðvastjóri Hafró á Austurlandi Helena Gallardo Roldán hefur verið ráðin starfsstöðvastjóri og sérfræðingur á nýrri starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Neskaupstað sem opnaði fyrr í mánuðinum. Viðskipti innlent 22.3.2021 14:24 Tobba Marínós hættir sem ritstjóri DV Tobba Marínósdóttir er hætt sem ritstjóri DV. Hún greindi samstarfsfólki sínu hjá Torgi frá því upp úr hádegi í dag. Hringbraut greinir frá. Hún ætlar að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni. Viðskipti innlent 22.3.2021 13:49 Alætu-Júmbó hafði betur gegn fulltrúum grænkera Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja. Viðskipti innlent 22.3.2021 12:26 Ráðinn fjármálastjóri Securitas Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Securitas. Viðskipti innlent 22.3.2021 10:06 Viðar nýr framkvæmdastjóri Kaptio Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio. Hann hefur starfað við alþjóðlega hugbúnaðargerð síðastliðin fimmtán ár. Viðskipti innlent 22.3.2021 09:08 Ómótstæðilegt páskanammi frá Omnom Páskanammið frá Omnom þetta árið er sannkallað konfekt fyrir bæði auga og munn. Samstarf 22.3.2021 08:45 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. Atvinnulíf 22.3.2021 07:00 « ‹ 274 275 276 277 278 279 280 281 282 … 334 ›
SE svarar Festi sem bendir á bresti og segir Lúðvík of dýran í rekstri Samkeppniseftirlitið segir Lúðvík Bergvinsson, sem var skipaður óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Festi, hafa gegnt mikilvægu hlutverki og gert grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni sem séu nú til rannsóknar. Viðskipti innlent 25.3.2021 20:01
Stefna RÚV vegna Brúneggjaumfjöllunar Kastljóss Eigendur fyrirtækisins Brúneggja hafa stefnt Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið, síðla árs 2016. Viðskipti innlent 25.3.2021 19:39
Isavia tapaði 13,2 milljörðum króna í fyrra Afkoma Isavia var neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta árið 2020. Er um að ræða 14,4 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Tekjur drógust saman um 62% milli ára og námu 14,7 milljörðum króna. Viðskipti innlent 25.3.2021 12:49
Meniga fær 1,5 milljarða fjármögnun og hjálpar fólki að áætla kolefnissporið Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur tryggt sér 1,5 milljarðs króna fjármögnun. Fjármögnunin var leidd af hollenska fjárfestingasjóðnum Velocity Capital Fintech Futures og íslenska fjárfestingasjóðnum Frumtak Ventures. Viðskipti innlent 25.3.2021 10:37
Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. Viðskipti innlent 25.3.2021 10:22
Birkir tekur við af Valgeiri hjá VÍS Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi hjá VÍS. Valgeir M. Baldursson, fráfarandi framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi, sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu, en hann hefur ráðið sig sem forstjóri Terra. Viðskipti innlent 25.3.2021 10:03
Verðbólgan nær sömu hæðum og í janúar Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,8%. Viðskipti innlent 25.3.2021 09:31
Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. Atvinnulíf 25.3.2021 07:01
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. Viðskipti innlent 24.3.2021 16:58
Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 24.3.2021 11:40
Tólf sagt upp hjá Íslandsbanka Tólf starfsmönnum Íslandsbanka var sagt upp í morgun. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 24.3.2021 10:46
Lokið fjármögnun á sextán milljarða framtakssjóði Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á 16 milljarða framtakssjóði undir heitinu SÍA IV. Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta að sögn Stefnis og nam heildarfjárhæð áskrifta um 20 milljörðum króna. Viðskipti innlent 24.3.2021 09:32
Bein útsending: Seðlabankinn gerir grein fyrir óbreyttum stýrivöxtum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 9:30 í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. Viðskipti innlent 24.3.2021 09:01
Framtíð ferðaþjónustunnar: Björn Leví ræðir stöðu og horfur Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum er næsti gestur í þættinum Samtal við stjórnmálin sem Samtök ferðaþjónustunnar stendur að. Viðskipti innlent 24.3.2021 08:46
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. Viðskipti innlent 24.3.2021 08:31
Bein útsending: Umhverfisráðstefna Gallup 2021 Umhverfisráðstefna Gallup og samstarfsaðila fer fram í dag, fjórða árið í röð. Viðskipti innlent 24.3.2021 08:30
Harry prins til BetterUp Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala. Viðskipti erlent 23.3.2021 15:15
Uppsagnir og lokanir hjá Kaffitári Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu í Bankastræti tímabundið og endanlega hætt rekstri í Þjóðminjasafninu. Þetta staðfestir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 23.3.2021 15:07
Frumkvöðlasjósund, hönnunarkeppni gervifóta og íslenskt wasabi Nýsköpunarvikan verður haldin þann 26. maí til 2. júní næstkomandi en þar gefst fyrirtækjum og frumkvöðlum kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum. Viðskipti innlent 23.3.2021 11:31
Bein útsending: Súrefnisspúandi álver - kapphlaupið um eðalskautin Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, prófessor við verkfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis í hádeginu i dag. Þar verður fjallað um ferli álframleiðslu, áskoranir og hið nýja kapphlaup í álbransanum. Viðskipti innlent 23.3.2021 11:31
Spá 700 þúsund ferðamönnum í ár Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist. Viðskipti innlent 22.3.2021 20:54
Ráðin forstöðumaður Loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Loftlags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viðskipti innlent 22.3.2021 14:53
Helena Gallardo Roldán fyrsti starfsstöðvastjóri Hafró á Austurlandi Helena Gallardo Roldán hefur verið ráðin starfsstöðvastjóri og sérfræðingur á nýrri starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Neskaupstað sem opnaði fyrr í mánuðinum. Viðskipti innlent 22.3.2021 14:24
Tobba Marínós hættir sem ritstjóri DV Tobba Marínósdóttir er hætt sem ritstjóri DV. Hún greindi samstarfsfólki sínu hjá Torgi frá því upp úr hádegi í dag. Hringbraut greinir frá. Hún ætlar að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni. Viðskipti innlent 22.3.2021 13:49
Alætu-Júmbó hafði betur gegn fulltrúum grænkera Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja. Viðskipti innlent 22.3.2021 12:26
Ráðinn fjármálastjóri Securitas Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Securitas. Viðskipti innlent 22.3.2021 10:06
Viðar nýr framkvæmdastjóri Kaptio Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio. Hann hefur starfað við alþjóðlega hugbúnaðargerð síðastliðin fimmtán ár. Viðskipti innlent 22.3.2021 09:08
Ómótstæðilegt páskanammi frá Omnom Páskanammið frá Omnom þetta árið er sannkallað konfekt fyrir bæði auga og munn. Samstarf 22.3.2021 08:45
Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. Atvinnulíf 22.3.2021 07:00