Viðskipti

Gæðin felast í vörunum frá DeWalt

Verkfæra- og vinnufataverslunin Sindri flytur inn og selur verkfæri, vélar, loftpressur, festingavörur og hágæða vinnu- og öryggisfatnað frá ýmsum þekktum framleiðendum eins og DeWalt, Toptul, Kraftwerk, Atlas Copco, Contracor, Ridgid, Knipex, Blåkläder, Tranemo og Scangrip.

Samstarf

Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn

Flug­fé­lagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir banda­ríkja­dala, eða því sem nemur 724 milljónum ís­lenskra króna á þar­iðja árs­fjórðungi 2023. Í saman­burði tapaði fé­lagið 2,9 milljónum banda­ríkja­dala, 404 milljónum króna á sama tíma­bili í fyrra. For­stjóri fé­lagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem fé­lagið skili hagnaði eftir skatt.

Viðskipti innlent

Nýtt félag um heilbrigðislausnir Origo stofnað

Origo mun um mánaðamót stofna nýtt og sjálfstætt félag í kring um heilbrigðislausnir Origo, sem fær nafnið Helix. Markmið félagsins verður að flétta saman tækni, hugvit og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu.

Viðskipti innlent

Marinó tekur við Mílu af Marion

Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Mílu. Hann tekur við hlutverkinu af Marion Calcine, sem sinnti hlutverkinu tímabundið en situr áfram í stjórn félagsins.

Viðskipti innlent

Netöryggismál orðin hluti af rekstri fyrirtækja

Ragnar Sigurðsson, öryggissérfræðingur hjá Advania segir netárásir valda miklum skaða. Engin landamæri fyrirfinnist á netinu og við á litla Íslandi erum skotmörk tölvuþrjóta eins og stærri ríki og stórfyrirtæki úti í heimi. Íslensk fyrirtæki verði að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum.

Samstarf

Sante hafi veitt við­skipta­vinum rangar upp­lýsingar

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. 

Neytendur

Fagnar ívilnunum sem verði brátt barn síns tíma

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar ívilnunum sem veita á einstaklingum og fyrirtækjum vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum frá og með áramótum. Slíkar ívilnanir verði þó brátt barn síns tíma.

Neytendur

Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað

Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum.

Neytendur

Páll í Toyota er látinn

Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi forstjóri Toyota, er látinn. Páll, sem ávallt var kenndur við Toyota var 94 ára að aldri þegar hann skildi við en síðustu árin dvaldi hann að hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þar sem hann andaðist.

Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Two Birds og Aur­bjargar

Ásdís Arna Gottskálksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf. sem er rekstraraðili Aurbjorg.is. Hún kemur til Two Birds frá Abler þar sem hún starfaði sem fjármála - og rekstrarstjóri og bar meðal annars ábyrgð á fjármálum, áætlunum og daglegum rekstri félagsins.

Viðskipti innlent