Annar í Hróarskeldu 3. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004 Lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004
Lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira