Morrissey og rassaskoran ógurlega 4. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laugardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningjum, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maurahrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrjaði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga galdurinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Herbert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta giggið þeirra en þau eiga greinilega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðisleg. Rölti yfir á Iggy Pop. Maðurinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með gallabuxurnar hangandi á sér, í engum nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnkukremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líklegast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eftir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemningunni eftir það. Frábær tónleikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þessari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; "Are you bored to death?" og hópurinn svaraði "NO!" Þá sagði hann; "You will be!" Reyndi að komast í stemningu yfir Baba Zula og Ty á eftir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stimpla sig út af Hróarskelduhátíðinni. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelduhátíðin, sunnudagur 4. júlí. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laugardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningjum, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maurahrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrjaði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga galdurinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Herbert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta giggið þeirra en þau eiga greinilega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðisleg. Rölti yfir á Iggy Pop. Maðurinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með gallabuxurnar hangandi á sér, í engum nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnkukremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líklegast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eftir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemningunni eftir það. Frábær tónleikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þessari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; "Are you bored to death?" og hópurinn svaraði "NO!" Þá sagði hann; "You will be!" Reyndi að komast í stemningu yfir Baba Zula og Ty á eftir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stimpla sig út af Hróarskelduhátíðinni. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelduhátíðin, sunnudagur 4. júlí.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira