Afraksturinn kemur í ljós

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fylgistap Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna. "Við vissum að við erum að ganga í gegnum erfiðan tíma með þessum lagabreytingum sem við erum að beita okkur fyrir. Ég held að þetta hafi ekki nein áhrif. Við erum tiltölulega nýbyrjuð á kjörtímabilinu og ég held að afrakstur verka okkar eigi eftir að koma betur í ljós." Aðspurður telur Einar stöðu Halldórs Ásgrímssonar ekki hafa veikst. "Framsóknarflokkurinn hefur nú jafnan mælst frekar illa í skoðanakönnunum en reyndin sýnir að þeir koma betur út í kosningum heldur en skoðanakönnunum."