Helmingur ósáttur ef herinn færi 12. júlí 2004 00:01 Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent