Innlent

Nefndarálit flutt á þinginu

Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, flutti nefndarálit meirihluta nefndarinnar við upphaf þingfundar klukkan hálf tvö í dag. Í því tekur frumvarpið stakkaskiptum frá því stjórnarflokkarnir kynntu það fyrir aðeins sautján dögum þar sem ekki er lengur lagt fram nýtt frumvarp í stað þess sem var fellt úr gildi. Meirihlutinn væntir þess að nýtt frumvarp verði lagt fram á næsta þingi og leggur til að stjórnarskráin verði endurskoðuð sem fyrst. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sakaði meirihlutann um að ætla að fella úr gildi málskotsrétt forseta Íslands en Bjarni Benediktsson hafnaði því alfarið að gert hefði verið slíkt samkomulag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×