Fylgjast grannt með ungmennum á Laufskálaréttarballi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 11:12 Laufskálaréttarballið fer fram í reiðhöllinni á Sauðárkróki á laugardag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra mun viðhafa strangt eftirlit með ungmennum á svokölluðu Laufskálaréttarballi á Sauðárkróki um helgina. Öll tilvik „þar sem bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna“ verða tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögregluembættinu á Facebook. Þar segir að von sé á fjölda fólks í Skagafjörð um helgina, meðal annars til að fagna heimkomu horssa af afréttum. „Í tengslum við þá heimkomu hefur um árabil verið haldið svokallað „Laufskálaréttarball“ í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Vakin er athygli foreldra og forráðmanna að 16 ára aldurstakmark er á ballinu,“ segir í tilkynningunni. Reynslan hafi sýnt að á slíkum samkomum séu meiri líkur á hvers konar áhættuhegðun „sem ekki er aldurssamsvarandi, svo sem áfengisneyslu“. Lögregla muni í samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð viðhafa strangt eftirlit með ungmenna- og áfengislöggjöfinni. Öll afskipti af ungmennum undir 18 ára aldri verði skráð í kerfi lögreglu, auk þess sem þau tilvik þar sem „bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna“ verði tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. „Í öllum tilvikum má ætla að haft verði samband við foreldra eða forráðamenn og óskað eftir því að viðkomandi ungmenni verði sótt. Ítrekað er að öll neysla ungmenna, þar með talin áfengisneysla verður tekin mjög alvarlega.“ Þá er áréttað að samkævmt áfengislöggjöfinni sé engum yngri en 20 ára heimilt að neyta áfengis, auk þess sem ölvun á almannafæri sé óheimil. „Þá óskum við einnig eftir góðu samstarfi við foreldra, komi til þess að við þurfum að hafa afskipti af ungmennum þeirra,“ segir í lok tilkynningarinnar, sem Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn skrifar undir. Skagafjörður Lögreglumál Réttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögregluembættinu á Facebook. Þar segir að von sé á fjölda fólks í Skagafjörð um helgina, meðal annars til að fagna heimkomu horssa af afréttum. „Í tengslum við þá heimkomu hefur um árabil verið haldið svokallað „Laufskálaréttarball“ í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Vakin er athygli foreldra og forráðmanna að 16 ára aldurstakmark er á ballinu,“ segir í tilkynningunni. Reynslan hafi sýnt að á slíkum samkomum séu meiri líkur á hvers konar áhættuhegðun „sem ekki er aldurssamsvarandi, svo sem áfengisneyslu“. Lögregla muni í samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð viðhafa strangt eftirlit með ungmenna- og áfengislöggjöfinni. Öll afskipti af ungmennum undir 18 ára aldri verði skráð í kerfi lögreglu, auk þess sem þau tilvik þar sem „bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna“ verði tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. „Í öllum tilvikum má ætla að haft verði samband við foreldra eða forráðamenn og óskað eftir því að viðkomandi ungmenni verði sótt. Ítrekað er að öll neysla ungmenna, þar með talin áfengisneysla verður tekin mjög alvarlega.“ Þá er áréttað að samkævmt áfengislöggjöfinni sé engum yngri en 20 ára heimilt að neyta áfengis, auk þess sem ölvun á almannafæri sé óheimil. „Þá óskum við einnig eftir góðu samstarfi við foreldra, komi til þess að við þurfum að hafa afskipti af ungmennum þeirra,“ segir í lok tilkynningarinnar, sem Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn skrifar undir.
Skagafjörður Lögreglumál Réttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira