Norska húsið í Stykkishólmi 28. júlí 2004 00:01 Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni. "Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832," segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. "Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerðar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hefur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan búning. Við höfum sett upp á miðhæðinni heimili heldri manns í þéttbýli á 19. öld, en heimildir um innbú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráðendur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu." Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háaloftsstemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýningar og byggðasafnstengdar sýningar. "Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, listmuni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desember er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jólaskrauti frá ýmsum tímabilum," segir Aldís. "Nú hefur verið efnt til samkeppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verðlaun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ," segir Aldís að lokum. edda@frettabladid.is Ferðalög Stykkishólmur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni. "Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832," segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. "Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerðar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hefur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan búning. Við höfum sett upp á miðhæðinni heimili heldri manns í þéttbýli á 19. öld, en heimildir um innbú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráðendur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu." Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háaloftsstemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýningar og byggðasafnstengdar sýningar. "Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, listmuni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desember er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jólaskrauti frá ýmsum tímabilum," segir Aldís. "Nú hefur verið efnt til samkeppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verðlaun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ," segir Aldís að lokum. edda@frettabladid.is
Ferðalög Stykkishólmur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira