Baráttuglatt íslenskt lið tapaði 14. ágúst 2004 00:01 Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti