Innlent

Þarf að vera á varðbergi

"Það er alltaf ákveðin tilhneiging í því að ganga of langt í lagasetningum," segir Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar um gagnrýni Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbanka Íslands, á stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi væntanlega lagasetningu um viðskiptalífið. Björgólfur sagði í ræðu á málþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, í tengslum við fyrirhugaða lagasetningu, að yfirvöld mættu ekki reisa viðskiptalífinu skorður. "Alþingi hefur lagt mikið upp úr því að gæta þess að við göngum ekki lengra í lagasetningum en EES-samningurinn gefur tilefni til. Ég held að það hafi tekist nokkuð vel að koma í veg fyrir að íslenskum fyrirtækjum séu settir þrengri kostir en erlendum. Við þurfum þó alltaf að vera á varðbergi gagnvart því," segir Pétur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×