Meðal verkefna lögreglustöðvar eitt var að bregðast við tilkynningu um krakka uppi á þaki á skóla í Vesturbænum og aðila sem var ósjálfbjarga sökum drykkju í miðborginni. Þá var aðili einnig handtekinn í heimahúsi með nokkuð magn af fíknefnum.
Á Reykjanesbraut var ökumaður mældur á 133 km/klst á Reykjanesbraut með bíl á kerru í eftirdragi. Annar ökumaður var stöðvaður í akstri og reyndist undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynnt var um innbrot á vinnusvæði í hverfi 112 og um aðila sem áreitti fólk í hverfi 109.