Á Ísland að ganga úr ESB? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. september 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu?
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun