Tjáir sig ekki um rjúpnaveiðibann 15. september 2004 00:01 Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. Lyklaskipti umhverfisráðherra fóru fram í ráðuneytinu við Tjörnina að afloknum ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. Báðir ráðherrar minntu á rjúpu í vetrarbúningi, hvort sem það var af ráðnum hug eður ei, en það fór vel á með þeim þegar ráðherralyklakippan skipti um hendur. Sigríður Anna þakkaði Siv fyrir vel unnin störf sem ráðherra, sagðist taka við góðu búi og óskaði henni velfarnaðar í þinginu. Siv óskaði Sigríði Önnu góðs gengis í ráðuneytinu og sagðist viss um að hún mundi standa sig með miklum sóma. Siv segist gjarna mundi vilja hafa haldið áfram sem ráðherra, og hún segist stolt af því sem hún skilur eftir sig. Hún vill þá helst nefna náttúruvernd og þjóðgarða, t.a.m. sé stærsti þjóðgarður Evrópu að fæðast. Halldór Ásgrímsson hefur boðað breytingar á ráðherraliði Framsóknar á næsta ári og Siv ætlar inn aftur. Sigríður Anna er fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem sest í stól umhverfisráðherra. Þrátt fyrir að hún hafi vitað af því í eitt og hálft ár að í dag myndi hún setjast í þennan stól, þá var hún spör á yfirlýsingar um viðkvæm málefni ráðuneytisins, t.d. rjúpnaveiðibann og náttúruvernd. Um áframhaldandi veiðibann á rjúpu sagðist ráðherrann munu skoða þau mál. Um aukið samstarf og samráð við til náttúruverndarsinna sagði Sigríður að það yrði „bara að koma í ljós“. Sigríður Anna segir að næstu dagar verði annasamir; hún ætli að heimsækja allar stofnanir sem heyri undir ráðuneytið til að fá heildaryfirsýn. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. Lyklaskipti umhverfisráðherra fóru fram í ráðuneytinu við Tjörnina að afloknum ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. Báðir ráðherrar minntu á rjúpu í vetrarbúningi, hvort sem það var af ráðnum hug eður ei, en það fór vel á með þeim þegar ráðherralyklakippan skipti um hendur. Sigríður Anna þakkaði Siv fyrir vel unnin störf sem ráðherra, sagðist taka við góðu búi og óskaði henni velfarnaðar í þinginu. Siv óskaði Sigríði Önnu góðs gengis í ráðuneytinu og sagðist viss um að hún mundi standa sig með miklum sóma. Siv segist gjarna mundi vilja hafa haldið áfram sem ráðherra, og hún segist stolt af því sem hún skilur eftir sig. Hún vill þá helst nefna náttúruvernd og þjóðgarða, t.a.m. sé stærsti þjóðgarður Evrópu að fæðast. Halldór Ásgrímsson hefur boðað breytingar á ráðherraliði Framsóknar á næsta ári og Siv ætlar inn aftur. Sigríður Anna er fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem sest í stól umhverfisráðherra. Þrátt fyrir að hún hafi vitað af því í eitt og hálft ár að í dag myndi hún setjast í þennan stól, þá var hún spör á yfirlýsingar um viðkvæm málefni ráðuneytisins, t.d. rjúpnaveiðibann og náttúruvernd. Um áframhaldandi veiðibann á rjúpu sagðist ráðherrann munu skoða þau mál. Um aukið samstarf og samráð við til náttúruverndarsinna sagði Sigríður að það yrði „bara að koma í ljós“. Sigríður Anna segir að næstu dagar verði annasamir; hún ætli að heimsækja allar stofnanir sem heyri undir ráðuneytið til að fá heildaryfirsýn.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira