Til hamingju, Jón Steinar! 29. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur verið aðsópsmikill í íslensku þjóðlífi síðustu áratugi og jafnan látið að sér kveða þegar honum hefur þótt tilefni til. Hann er reffilegur á velli og í framkomu, öryggið uppmálað og fylginn sér með eindæmum. Líkt og lesa hefur mátt í tugum greina sem birst hafa í Morgunblaðinu að undanförnu eru margir þeirrar skoðunar að Jón Steinar eigi vel heima í Hæstarétti. Fylgismenn hans hafa dásamað hann í bak og fyrir, svo mjög raunar að á köflum hefur hann vart virst mannlegur. Sumir hafa gengið skrefinu lengra og lýst hvernig hann kom þeim til hjálpar á erfiðri stundu og studdi með ráðum og dáð í frumskógi laga og réttar. Í gær upplýsti t.d. Hallur Hallsson að það væri Jóni Steinari að þakka að Keikó fékk hér landvistarleyfi á sínum tíma. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er góðvinur Jóns Steinars. "Hann er mjög hugrakkur, hreinn og beinn og mikill drengskaparmaður," segir Hannes. "Traustur og einstakur ljúflingur," segir Bergþór Pálsson söngvari og mágur Jóns. "Rosalega skemmtilegur í klefanum," segir félagi sem lék knattspyrnu í hádeginu með Jóni Steinari um margra ára skeið. En eins og gengur eru ekki allir á sama máli. Jón er jú í hópi umdeildustu manna landsins. "Frekjuhundur," sagði einn sem ekki vildi að nafn hans kæmi fram. "Einstrengingslegur og þröngsýnn," sagði annar. Þeir viðurkenndu þó báðir að hann viti sínu viti þegar lögfræði er annarsvegar og eigi gott með að flytja mál sitt á sannfærandi hátt. Það var annars fátt um svör á mörgum bæjum þegar viðbragða og lýsinga á Jóni var leitað, margir úr lögmannastétt töldu óráðlegt að segja meira en tvö orð undir nafni. Þau voru: "Til hamingju." Ofstækismaður Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður er ekki undir þessa sök seldur. Hann er ósáttur við skipan Jóns Steinars í Hæstarétt og fer ekki í launkofa með þá skoðun."Þessi skipun ber keim af sömu pólitísku spillingu og skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Jón Steinar er ofstækismaður í málflutningi eins og fjölmörg dæmi sanna. Og hann skortir að auki þá yfirvegun og dómgreind sem er nauðsynleg til að setjast í þennan æðsta dómstól þjóðarinnar." Hannes Hólmsteinn hefur hinsvegar þveröfuga sýn á vin sinn. "Jón Steinar hefur mjög einfalda og skarpa sýn á veruleikann. Hann kann vel að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum og er málefnalegur og mikill lögfræðingur." Magnús Thoroddsen þekkir starf hæstaréttardómara inn og út, hann sat í réttinum í sjö ár eða þar til honum var vikið úr starfi fyrir ríflega notkun á heimild sem forseta réttarins til áfengiskaupa á kostnaðarverði. Í þeim málum réð hann Jón Steinar til að gæta hagsmuna sinna og hann er sannfærður um að Jón verði góður dómari. "Ég tel hann á allan hátt mjög hæfan til að gegna þessu embætti. Hans mikla lögmannsreynsla gerir hann hæfan." Magnús er viss um að pólitík muni ekki þvælast fyrir Jóni í réttinum, líkt og fleiri aðdáendur hans. Um það er þó deilt. Fyndinn og skemmtilegur Bergþór Pálsson söngvari er bróðir Kristínar, eiginkonu Jóns Steinars. Áður var vitnað til orða hans, þess efnis að mágurinn væri traustur og einstakt ljúfmenni en Bergþóri finnst hann líka fyndinn og skemmtilegur. "Já, hann er mjög fyndinn. Ég sat einu sinni með vinunum Jóni og Davíð Oddssyni að snæðingi og það kom mér á óvart hvað þeir voru miklir húmoristar." Sjálfur er Bergþór annálaður áhugamaður um mat og fer oft óhefðbundnar leiðir í matargerðinni. Hann segir Jón hinsvegar ekki sérlega nýjungagjarnan í þeim efnum. "Hann hefur gaman af að borða en er mest fyrir læri með grænum baunum og rauðkáli." Að auki upplýsir Bergþór að Jóni finnst gaman að grilla og honum sé jafnan falið að sjá um kalkúninn í jólaboðum fjölskyldunnar. Bergþór hefur ekki einasta skoðun á mataræði og skopskyni Jóns. Hann hefur líka sitt að segja um skipan hans í réttinn. "Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að hann sé kominn í Hæstarétt. Þar er hann réttur maður á réttum stað. Ég er viss um að margir telji hann harðan í horn að taka en hann er afskaplega hreinskiptinn og heiðarlegur. Auðvitað hefur hann pólitískar skoðanir sem sumum líkar ekki en ég get ekki séð að það sé ástæða til að setja einhverja lyddu í réttinn sem ekkert kveður að." Barnmargur keppnismaður Það er leitun að öðrum eins keppnismanni og Jóni Steinari. Um það vitna hvort tveggja samferðamenn í lögfræðinni og aðrir. "Það var gríðarlegt kapp í honum í knattspyrnunni," sagði fótboltafélagi til margra ára en var sparari á lýsingarorðin þegar kom að knatthæfileikum Jóns. "Hann var lunkinn í föstum leikatriðum," sagði hann þó. Hér er talað í þátíð því Jón lagði knattspyrnuskóna á hilluna á útmánuðum eftir þrjátíu ára knattspyrnuiðkun. Hnén þoldu ekki meira. Þá er kunn sagan af keppnisskapi hans í briddsinu en lengi vel var hann spilafélagi Davíðs Oddssonar, Árna Kolbeinssonar, Baldurs Guðlaugssonar og Eiríks Tómassonar. Þó kom að því að honum fannst nóg um metnaðarleysi félaga sinna, þeir spiluðu ekki til sigurs og æfðu sig ekkert á milli spilakvölda. Kvaddi hann því hópinn og fann sér annan sem spilaði af sömu alvöru og hann. Jón Steinar er kvæntur Kristínu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau saman fimm börn. Áður átti hann þrjár dætur og er því átta barna faðir. Líf hans tekur nú breytingum og landsmenn eiga vart eftir að heyra hann mæla á ný. Hæstaréttardómarar fara nefnilega í þagnarbindindi við ráðningu. "Hvað ætli Jón geti þagað lengi?" varð einum að spurn. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur verið aðsópsmikill í íslensku þjóðlífi síðustu áratugi og jafnan látið að sér kveða þegar honum hefur þótt tilefni til. Hann er reffilegur á velli og í framkomu, öryggið uppmálað og fylginn sér með eindæmum. Líkt og lesa hefur mátt í tugum greina sem birst hafa í Morgunblaðinu að undanförnu eru margir þeirrar skoðunar að Jón Steinar eigi vel heima í Hæstarétti. Fylgismenn hans hafa dásamað hann í bak og fyrir, svo mjög raunar að á köflum hefur hann vart virst mannlegur. Sumir hafa gengið skrefinu lengra og lýst hvernig hann kom þeim til hjálpar á erfiðri stundu og studdi með ráðum og dáð í frumskógi laga og réttar. Í gær upplýsti t.d. Hallur Hallsson að það væri Jóni Steinari að þakka að Keikó fékk hér landvistarleyfi á sínum tíma. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er góðvinur Jóns Steinars. "Hann er mjög hugrakkur, hreinn og beinn og mikill drengskaparmaður," segir Hannes. "Traustur og einstakur ljúflingur," segir Bergþór Pálsson söngvari og mágur Jóns. "Rosalega skemmtilegur í klefanum," segir félagi sem lék knattspyrnu í hádeginu með Jóni Steinari um margra ára skeið. En eins og gengur eru ekki allir á sama máli. Jón er jú í hópi umdeildustu manna landsins. "Frekjuhundur," sagði einn sem ekki vildi að nafn hans kæmi fram. "Einstrengingslegur og þröngsýnn," sagði annar. Þeir viðurkenndu þó báðir að hann viti sínu viti þegar lögfræði er annarsvegar og eigi gott með að flytja mál sitt á sannfærandi hátt. Það var annars fátt um svör á mörgum bæjum þegar viðbragða og lýsinga á Jóni var leitað, margir úr lögmannastétt töldu óráðlegt að segja meira en tvö orð undir nafni. Þau voru: "Til hamingju." Ofstækismaður Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður er ekki undir þessa sök seldur. Hann er ósáttur við skipan Jóns Steinars í Hæstarétt og fer ekki í launkofa með þá skoðun."Þessi skipun ber keim af sömu pólitísku spillingu og skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Jón Steinar er ofstækismaður í málflutningi eins og fjölmörg dæmi sanna. Og hann skortir að auki þá yfirvegun og dómgreind sem er nauðsynleg til að setjast í þennan æðsta dómstól þjóðarinnar." Hannes Hólmsteinn hefur hinsvegar þveröfuga sýn á vin sinn. "Jón Steinar hefur mjög einfalda og skarpa sýn á veruleikann. Hann kann vel að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum og er málefnalegur og mikill lögfræðingur." Magnús Thoroddsen þekkir starf hæstaréttardómara inn og út, hann sat í réttinum í sjö ár eða þar til honum var vikið úr starfi fyrir ríflega notkun á heimild sem forseta réttarins til áfengiskaupa á kostnaðarverði. Í þeim málum réð hann Jón Steinar til að gæta hagsmuna sinna og hann er sannfærður um að Jón verði góður dómari. "Ég tel hann á allan hátt mjög hæfan til að gegna þessu embætti. Hans mikla lögmannsreynsla gerir hann hæfan." Magnús er viss um að pólitík muni ekki þvælast fyrir Jóni í réttinum, líkt og fleiri aðdáendur hans. Um það er þó deilt. Fyndinn og skemmtilegur Bergþór Pálsson söngvari er bróðir Kristínar, eiginkonu Jóns Steinars. Áður var vitnað til orða hans, þess efnis að mágurinn væri traustur og einstakt ljúfmenni en Bergþóri finnst hann líka fyndinn og skemmtilegur. "Já, hann er mjög fyndinn. Ég sat einu sinni með vinunum Jóni og Davíð Oddssyni að snæðingi og það kom mér á óvart hvað þeir voru miklir húmoristar." Sjálfur er Bergþór annálaður áhugamaður um mat og fer oft óhefðbundnar leiðir í matargerðinni. Hann segir Jón hinsvegar ekki sérlega nýjungagjarnan í þeim efnum. "Hann hefur gaman af að borða en er mest fyrir læri með grænum baunum og rauðkáli." Að auki upplýsir Bergþór að Jóni finnst gaman að grilla og honum sé jafnan falið að sjá um kalkúninn í jólaboðum fjölskyldunnar. Bergþór hefur ekki einasta skoðun á mataræði og skopskyni Jóns. Hann hefur líka sitt að segja um skipan hans í réttinn. "Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að hann sé kominn í Hæstarétt. Þar er hann réttur maður á réttum stað. Ég er viss um að margir telji hann harðan í horn að taka en hann er afskaplega hreinskiptinn og heiðarlegur. Auðvitað hefur hann pólitískar skoðanir sem sumum líkar ekki en ég get ekki séð að það sé ástæða til að setja einhverja lyddu í réttinn sem ekkert kveður að." Barnmargur keppnismaður Það er leitun að öðrum eins keppnismanni og Jóni Steinari. Um það vitna hvort tveggja samferðamenn í lögfræðinni og aðrir. "Það var gríðarlegt kapp í honum í knattspyrnunni," sagði fótboltafélagi til margra ára en var sparari á lýsingarorðin þegar kom að knatthæfileikum Jóns. "Hann var lunkinn í föstum leikatriðum," sagði hann þó. Hér er talað í þátíð því Jón lagði knattspyrnuskóna á hilluna á útmánuðum eftir þrjátíu ára knattspyrnuiðkun. Hnén þoldu ekki meira. Þá er kunn sagan af keppnisskapi hans í briddsinu en lengi vel var hann spilafélagi Davíðs Oddssonar, Árna Kolbeinssonar, Baldurs Guðlaugssonar og Eiríks Tómassonar. Þó kom að því að honum fannst nóg um metnaðarleysi félaga sinna, þeir spiluðu ekki til sigurs og æfðu sig ekkert á milli spilakvölda. Kvaddi hann því hópinn og fann sér annan sem spilaði af sömu alvöru og hann. Jón Steinar er kvæntur Kristínu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau saman fimm börn. Áður átti hann þrjár dætur og er því átta barna faðir. Líf hans tekur nú breytingum og landsmenn eiga vart eftir að heyra hann mæla á ný. Hæstaréttardómarar fara nefnilega í þagnarbindindi við ráðningu. "Hvað ætli Jón geti þagað lengi?" varð einum að spurn.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira