Hæstiréttur gekk fulllangt 29. september 2004 00:01 Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu. Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, segir reynslu Jóns Steinars af lögmannsstörfum og málflutningi gera hann hæfastan umsækjenda. Að mati Hæstiréttar stóðu þrír umsækjendur Jóni Steinari framar. Spurður hvort skipan í embætti hæstaréttardomara sé ekki geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni, og því óþarfi að fá umsögn frá Hæstarétti segir Geir svo ekki vera. Umsögnin geri það einmitt að verkum að ekki sé hægt að taka geðþóttaákvörðun í þessu. Þar sé í fyrsta lagi fjallað um hvort menn séu hæfir yfirleitt og því ekki hægt að skipa óhæfan mann í embættið. Í öðru lagi er í umsögn Hæstaréttar farið út í hæfnismat þar sem Geir telur að gengið sé fulllangt að þessu sinni. Ráðherra segir að vissulega megi gagnrýna það kerfi sem unnið sé eftir við ráðningu dómara, en til að breyta því þurfi jafnframt að breyta lögum. Hann telur sig hafa frjálsar hendur svo lengi sem ákvörðun hans sé málefnalega rökstudd og svo sé. Ráðherra hefur hvort tveggja fengið í hendur greinargerð frá Jóni Steinari um umsögn Hæstaréttar og yfir 120 félagar Jóns Steinars úr lögmannsstétt skrifuðu undir yfirlýsingu honum til stuðnings. Geir segist ekki hafa gert mikið með það og reyndar ekki litið á þá undirskriftarlista sem honum voru sendir. „Ég tel ekki gott í þessu ferli að menn séu að senda mér eða veitingarvaldinu einhverjar áskoranir af þessu tagi,“ segir ráðherra og bætir við að menn verði að fá að vinna svona verk í friði. Aðspurður segist Geir gera ráð fyrir að einhverjir muni gagnrýna skipanina vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn því þá hverfi hann af síðum dagblaðanna og verði ekki áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur við embætti hæstaréttardómara þann 15. október, segist taka við embættisveitingunni með auðmýkt í hjarta og vonar að hann nái að uppfylla þær ríku kröfur sem gerðar eru til embættisins. Fréttir Hæstiréttur Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu. Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, segir reynslu Jóns Steinars af lögmannsstörfum og málflutningi gera hann hæfastan umsækjenda. Að mati Hæstiréttar stóðu þrír umsækjendur Jóni Steinari framar. Spurður hvort skipan í embætti hæstaréttardomara sé ekki geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni, og því óþarfi að fá umsögn frá Hæstarétti segir Geir svo ekki vera. Umsögnin geri það einmitt að verkum að ekki sé hægt að taka geðþóttaákvörðun í þessu. Þar sé í fyrsta lagi fjallað um hvort menn séu hæfir yfirleitt og því ekki hægt að skipa óhæfan mann í embættið. Í öðru lagi er í umsögn Hæstaréttar farið út í hæfnismat þar sem Geir telur að gengið sé fulllangt að þessu sinni. Ráðherra segir að vissulega megi gagnrýna það kerfi sem unnið sé eftir við ráðningu dómara, en til að breyta því þurfi jafnframt að breyta lögum. Hann telur sig hafa frjálsar hendur svo lengi sem ákvörðun hans sé málefnalega rökstudd og svo sé. Ráðherra hefur hvort tveggja fengið í hendur greinargerð frá Jóni Steinari um umsögn Hæstaréttar og yfir 120 félagar Jóns Steinars úr lögmannsstétt skrifuðu undir yfirlýsingu honum til stuðnings. Geir segist ekki hafa gert mikið með það og reyndar ekki litið á þá undirskriftarlista sem honum voru sendir. „Ég tel ekki gott í þessu ferli að menn séu að senda mér eða veitingarvaldinu einhverjar áskoranir af þessu tagi,“ segir ráðherra og bætir við að menn verði að fá að vinna svona verk í friði. Aðspurður segist Geir gera ráð fyrir að einhverjir muni gagnrýna skipanina vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn því þá hverfi hann af síðum dagblaðanna og verði ekki áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur við embætti hæstaréttardómara þann 15. október, segist taka við embættisveitingunni með auðmýkt í hjarta og vonar að hann nái að uppfylla þær ríku kröfur sem gerðar eru til embættisins.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira