Fjöldaganga kennara og nema 30. september 2004 00:01 Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira