Jón Steinar ekki hæfastur 30. september 2004 00:01 Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira