Jón Steinar ekki hæfastur 30. september 2004 00:01 Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira