Samkomulag ekki í sjónmáli

Samningamenn í kennaradeilunni segja að samkomulag sé ekki í sjónmáli þótt nokkur árangur hafi náðst í viðræðum um vinnutíma á fundi þeira hjá Ríkissáttasemjara í gær. Þar er þó ekkert frágengið enda er frágangur nátengdur launaliðunum sjálfum en viðræður um þá hefjast eftir hádegi. Verkfallið hefur nú staðið í hálfan mánuð og miðað við stöðuna nú gæti það dregist í viku til viðbótar. Kennarar hafa fengið greitt úr verkfallssjóði fyrir hálfan mánuð sem eru, að frádregnum persónuafslætti, þrjátíu og átta þúsund krónur.