Með pabba í vinnunni 7. október 2004 00:01 Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira