Nefndirnar hittast enn

Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna eru væntanlegar í Karphúsið um klukkan tíu en í gær var fundað í rúma átta tíma. Litlar fréttir berast af gangi viðræðna en líkt og fyrr segja menn von á meðan menn ræðast enn við. Verkfall grunnskólakennara hófst 20. september og hefur þegar staðið yfir í þrjár vikur.