Fann 60 grömm af amfetamíni

Lögreglan í Hafnarfirði handtók tvo menn í fyrrinótt vegna fíkniefnamáls. Bíll mannanna hafði verið stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur en við leit í bílnum fannst amfetamín. Við húsleit í kjölfarið á heimili annars mannsins fannst meira af fíkniefnum. Alls lagði lögregla hald á um 60 grömm af amfetamíni og um fimm grömm af kannabisefnum.