Enn í stofufangelsi í Texas 10. október 2004 00:01 Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað beiðni íslenskra stjórnvalda um að tvítugur Íslendingur, sem haldið hefur verið föngnum í Texas í sjö ár, fáist framseldur til Íslands. Hann var 13 ára dæmdur fyrir kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið þegar hann var 11 ára. Aron Pálmi Ágústsson afplánaði sjö ár, af tíu ára dómi sem hann fékk fyrir kynferðisbrot þegar hann var 13 ára, í rammgerðu fangelsi. Fyrir ári var hann settur í þriggja ára stofufangelsi og er hann með staðsetningartæki bundið um hægri ökklann. Fréttir af Aroni vöktu mikla athygli síðastiliðið vor þar sem brot hans hefðu verið afgreidd sem óvitaskapur víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi en var grimmilega refsað fyrir í Texas. Málið rataði í sali Alþingis og þar sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, að kannað yrði hvort Aron fengist framseldur hingað heim af mannúðarástæðum. Hann sagðist mjög ósáttur við samskiptin við Texas ríki í þessu máli. Valgerður Hermannsdóttir, móðursystir Arons, sagði í samtali við fréttastofu í dag að beiðni hefði verið send til bandaríska heimavarnarráðuneytisins í vor. Hún hefði reglulega síðan leitað upplýsinga í utanríkisráðuneytinu og fengið að vita að bandarísk yfirvöld hefðu enn ekki svarað beiðninni. Hún segir Aron Pálma enn eiga eftir að dvelja í stofufangelsi í tvö ár og átta mánuði og að hann dreymdi enn um að fá að komast heim til Íslands. Hún segir hann þó stundum tala um að honum finnist hann vera gleymdur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað beiðni íslenskra stjórnvalda um að tvítugur Íslendingur, sem haldið hefur verið föngnum í Texas í sjö ár, fáist framseldur til Íslands. Hann var 13 ára dæmdur fyrir kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið þegar hann var 11 ára. Aron Pálmi Ágústsson afplánaði sjö ár, af tíu ára dómi sem hann fékk fyrir kynferðisbrot þegar hann var 13 ára, í rammgerðu fangelsi. Fyrir ári var hann settur í þriggja ára stofufangelsi og er hann með staðsetningartæki bundið um hægri ökklann. Fréttir af Aroni vöktu mikla athygli síðastiliðið vor þar sem brot hans hefðu verið afgreidd sem óvitaskapur víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi en var grimmilega refsað fyrir í Texas. Málið rataði í sali Alþingis og þar sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, að kannað yrði hvort Aron fengist framseldur hingað heim af mannúðarástæðum. Hann sagðist mjög ósáttur við samskiptin við Texas ríki í þessu máli. Valgerður Hermannsdóttir, móðursystir Arons, sagði í samtali við fréttastofu í dag að beiðni hefði verið send til bandaríska heimavarnarráðuneytisins í vor. Hún hefði reglulega síðan leitað upplýsinga í utanríkisráðuneytinu og fengið að vita að bandarísk yfirvöld hefðu enn ekki svarað beiðninni. Hún segir Aron Pálma enn eiga eftir að dvelja í stofufangelsi í tvö ár og átta mánuði og að hann dreymdi enn um að fá að komast heim til Íslands. Hún segir hann þó stundum tala um að honum finnist hann vera gleymdur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira