Hr. Ibrahim og blóm Kóransins Egill Helgason skrifar 10. október 2004 00:01 Eric-Emmanuel Schmitt: Hr. Ibrahim og blóm Kóransins. Bjartur 2004. Í tísku eru litlar snotrar bækur sem láta eins og þær hafi að geyma mikla lífsvisku. Í hug kemur hinn ofurvinsæli Alkemisti eftir Coelho. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins má örugglega setja í þessa deild - þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi. Maður kemst í gegnum hana á innan við klukkutíma - og hún skilur eftir notalega kennd fyrir svefninn. Annars hefur þessi bók nýlega verið kvikmynduð með gamla hjartaknúsarann Omar Sharif í aðalhlutverki - augu hans væntanlega rök sem aldrei fyrr. En hann er ábyggilega geðfelldur Hr. Ibrahim. Eric-Emmanuel Schmitt er franskur höfundur, skrifaði meðal annars leikritið vinsæla Abel Snorko býr einn sem Arnar Jónsson túlkaði svo ógleymanlega. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er þriðja bókin í þríleik sem á að fjalla um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Hinar bækurnar eru Óskar og bleikklædda konan og Milarepa. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er fín. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Eric-Emmanuel Schmitt: Hr. Ibrahim og blóm Kóransins. Bjartur 2004. Í tísku eru litlar snotrar bækur sem láta eins og þær hafi að geyma mikla lífsvisku. Í hug kemur hinn ofurvinsæli Alkemisti eftir Coelho. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins má örugglega setja í þessa deild - þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi. Maður kemst í gegnum hana á innan við klukkutíma - og hún skilur eftir notalega kennd fyrir svefninn. Annars hefur þessi bók nýlega verið kvikmynduð með gamla hjartaknúsarann Omar Sharif í aðalhlutverki - augu hans væntanlega rök sem aldrei fyrr. En hann er ábyggilega geðfelldur Hr. Ibrahim. Eric-Emmanuel Schmitt er franskur höfundur, skrifaði meðal annars leikritið vinsæla Abel Snorko býr einn sem Arnar Jónsson túlkaði svo ógleymanlega. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er þriðja bókin í þríleik sem á að fjalla um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Hinar bækurnar eru Óskar og bleikklædda konan og Milarepa. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er fín.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira