Stríð og friður í Írak 11. október 2004 00:01 Orð Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, þess efnis að barist sé í fimm byggðalögum í Írak en friður ríki í hinum 795 vöktu athygli. Féllu þau í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í þinginu á mánudagskvöld. Sumir telja ráðherrann fara með kolrangt mál, bardagar og ófriðarástand geisi mun víðar í landinu sem óhætt sé að kalla stríðshrjáð. Aðrir segja að vel geti verið að þetta sé rétt, meinið sé hinsvegar að í þessum fimm byggðalögum búi langflestir íbúar landsins og málflutningurinn því villandi. Enn aðrir sjá ekkert athugavert við þessa túlkun á stöðu mála enda sé hún sönn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr utanríkisráðuneytinu voru upplýsingar ráðherrans samhljóða því sem Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, greindi bandaríska þinginu frá í síðasta mánuði. Í máli hans kom ennfremur fram að svo gott væri ástandið í fimmtán af átján héruðum landsins að þar væri hægt að ganga til kosninga nú þegar. Villandi framsetning Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, situr í utanríkismálanefnd þingsins. Hann viðurkennir að vera illa að sér í landafræði og stjórnsýsluuppbyggingu í Írak en staðreyndirnar tali sínu máli; logandi bardagar og upplausnarástand ríki í stærstu borgum landsins. "Það þarf ekkert að rökræða þetta, allir sem fylgjast með heimsfréttunum vita að svona talnaleikur hrekkur skammt til að fegra ástandið." Steingrímur segir framsetningu utanríkisráðherra villandandi og gefa ranga mynd af ástandinu en treystir sér ekki til að leggja dóm á tölfræðina sjálfa. "Þetta er kannski eitthvað sem hægt er að standa á með því að leggja allt að jöfnu, höfuðborgina og litla sveitahreppa. Í öllum lykilborgum landsins er ástandið skelfilegt og það segir auðvitað miklu meira en ástandið í einhverjum sveitahreppum þar sem aðeins brot af íbúum býr. Vonandi er það nú þannig að í einhverjum afkimum í landinu er sæmilega friðvænlegt, skárra væri það nú." Steingrímur segir málið eiga að vera yfir það hafið að deila þurfi um það enda hafi næstum allir viðurkennt að ástandið í landinu sé skelfilegt. "Menn vita hvernig ástandið er í Bagdad, græna svæðið sem á að teljast öruggt verður óöruggara með hverjum degi og það gengur á ýmsu í flestum borgunum og víða um sveitir þar sem olíuleiðslur eru sprengdar upp. Ástandið í Írak og raunar Afganistan líka sýnir hversu arfavitlaus þessi hugmynda- og aðferðafræði er að halda að menn geti vaðið áfram og látið sprengjum rigna úr háloftunum og svo verði allir vinir og vestrænt lýðræði skelli á eins og ekkert sé og það í löndum sem aldrei hafa þekkt neitt slíkt. Það gengur náttúrulega aldrei." Gagnlegar upplýsingar Einar K. Guðfinnsson, flokksbróðir utanríkisráðherra og utanríkismálanefndarmaður, hefur oft komið fram í fjölmiðlum og varið ákvörðunina um innrásina í Írak. Hann situr við sinn keip og segir ekki aðalatriði hvort barist sé í einni borginni fleiri eða færri. "Ég geri engar athugasemdir við tölfræðina en þekki sjálfur ekki forsendur hennar. Tölurnar bregða hinsvegar ljósi á stöðuna í Írak og sýna að stríðsástandið er einangraðra en fréttir fjölmiðla gefa til kynna. Talnalegar upplýsingar af þessu tagi eru mjög til góða fyrir upplýsta umræðu um málið. Einar segir að höfuðatriði málsins liggi ljóst fyrir. "Aðalatriðið er sá ríki vilji Bandaríkjamanna, Breta og stjórnarinnar í Írak að koma á friði og lýðræði og stefna að lýðræðislegum kosningum. Það er kjarni málsins. Auðvitað er hörmulegt til þess að vita að þarna ríki stríðsástand en engu að síður er ég viss um að hinn kosturinn sem menn stóðu frammi fyrir, þ.e. að gera ekki neitt, hefði leitt margfalt meiri hörmungar yfir þjóðina. Skýrslur sem birst hafa að undanförnu sýna enda að sá kostur hefði verið gjörsamlega óviðunnnandi frá sjónarhóli mannúðar." Mikill ófriður "Það hvarflar ekki að mér að utanríkisráðherra hafi viljandi farið með villandi upplýsingar, slíkt myndi ekkert hafa upp á sig," segir Rannveig Guðmundsdóttir sem situr í utanríkismálanefnd fyrir Samfylkinguna. "Það er auðvitað miður ef hann ákveður að setja fram tölur af einhverju tagi sem ekki eru óyggjandi, hann hefur eflaust talið að hann væri með réttar upplýsingar í höndunum." Í huga Rannveigar er ástandið í landinu það sem máli skiptir, ekki hártoganir um málflutning. "Mér finnst skipta mestu máli hve mikill ófriður er í Írak og þessi gríðar miklu átök sem geisa í landinu." Hún segist á öndverðri skoðun við Davíð og ósátt við orð sem hann sagði í eyru Bandaríkjaforseta í heimsókn sinni vestur um haf. "Mér finnst gagnrýnisvert að hann skyldi á fundi sínum með Bush hafa talað um að það væri friðvænlegra fyrir alla í heiminum eftir innrásina í Írak. Því er ég fullkomlega ósammála." Alþingi Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Orð Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, þess efnis að barist sé í fimm byggðalögum í Írak en friður ríki í hinum 795 vöktu athygli. Féllu þau í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í þinginu á mánudagskvöld. Sumir telja ráðherrann fara með kolrangt mál, bardagar og ófriðarástand geisi mun víðar í landinu sem óhætt sé að kalla stríðshrjáð. Aðrir segja að vel geti verið að þetta sé rétt, meinið sé hinsvegar að í þessum fimm byggðalögum búi langflestir íbúar landsins og málflutningurinn því villandi. Enn aðrir sjá ekkert athugavert við þessa túlkun á stöðu mála enda sé hún sönn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr utanríkisráðuneytinu voru upplýsingar ráðherrans samhljóða því sem Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, greindi bandaríska þinginu frá í síðasta mánuði. Í máli hans kom ennfremur fram að svo gott væri ástandið í fimmtán af átján héruðum landsins að þar væri hægt að ganga til kosninga nú þegar. Villandi framsetning Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, situr í utanríkismálanefnd þingsins. Hann viðurkennir að vera illa að sér í landafræði og stjórnsýsluuppbyggingu í Írak en staðreyndirnar tali sínu máli; logandi bardagar og upplausnarástand ríki í stærstu borgum landsins. "Það þarf ekkert að rökræða þetta, allir sem fylgjast með heimsfréttunum vita að svona talnaleikur hrekkur skammt til að fegra ástandið." Steingrímur segir framsetningu utanríkisráðherra villandandi og gefa ranga mynd af ástandinu en treystir sér ekki til að leggja dóm á tölfræðina sjálfa. "Þetta er kannski eitthvað sem hægt er að standa á með því að leggja allt að jöfnu, höfuðborgina og litla sveitahreppa. Í öllum lykilborgum landsins er ástandið skelfilegt og það segir auðvitað miklu meira en ástandið í einhverjum sveitahreppum þar sem aðeins brot af íbúum býr. Vonandi er það nú þannig að í einhverjum afkimum í landinu er sæmilega friðvænlegt, skárra væri það nú." Steingrímur segir málið eiga að vera yfir það hafið að deila þurfi um það enda hafi næstum allir viðurkennt að ástandið í landinu sé skelfilegt. "Menn vita hvernig ástandið er í Bagdad, græna svæðið sem á að teljast öruggt verður óöruggara með hverjum degi og það gengur á ýmsu í flestum borgunum og víða um sveitir þar sem olíuleiðslur eru sprengdar upp. Ástandið í Írak og raunar Afganistan líka sýnir hversu arfavitlaus þessi hugmynda- og aðferðafræði er að halda að menn geti vaðið áfram og látið sprengjum rigna úr háloftunum og svo verði allir vinir og vestrænt lýðræði skelli á eins og ekkert sé og það í löndum sem aldrei hafa þekkt neitt slíkt. Það gengur náttúrulega aldrei." Gagnlegar upplýsingar Einar K. Guðfinnsson, flokksbróðir utanríkisráðherra og utanríkismálanefndarmaður, hefur oft komið fram í fjölmiðlum og varið ákvörðunina um innrásina í Írak. Hann situr við sinn keip og segir ekki aðalatriði hvort barist sé í einni borginni fleiri eða færri. "Ég geri engar athugasemdir við tölfræðina en þekki sjálfur ekki forsendur hennar. Tölurnar bregða hinsvegar ljósi á stöðuna í Írak og sýna að stríðsástandið er einangraðra en fréttir fjölmiðla gefa til kynna. Talnalegar upplýsingar af þessu tagi eru mjög til góða fyrir upplýsta umræðu um málið. Einar segir að höfuðatriði málsins liggi ljóst fyrir. "Aðalatriðið er sá ríki vilji Bandaríkjamanna, Breta og stjórnarinnar í Írak að koma á friði og lýðræði og stefna að lýðræðislegum kosningum. Það er kjarni málsins. Auðvitað er hörmulegt til þess að vita að þarna ríki stríðsástand en engu að síður er ég viss um að hinn kosturinn sem menn stóðu frammi fyrir, þ.e. að gera ekki neitt, hefði leitt margfalt meiri hörmungar yfir þjóðina. Skýrslur sem birst hafa að undanförnu sýna enda að sá kostur hefði verið gjörsamlega óviðunnnandi frá sjónarhóli mannúðar." Mikill ófriður "Það hvarflar ekki að mér að utanríkisráðherra hafi viljandi farið með villandi upplýsingar, slíkt myndi ekkert hafa upp á sig," segir Rannveig Guðmundsdóttir sem situr í utanríkismálanefnd fyrir Samfylkinguna. "Það er auðvitað miður ef hann ákveður að setja fram tölur af einhverju tagi sem ekki eru óyggjandi, hann hefur eflaust talið að hann væri með réttar upplýsingar í höndunum." Í huga Rannveigar er ástandið í landinu það sem máli skiptir, ekki hártoganir um málflutning. "Mér finnst skipta mestu máli hve mikill ófriður er í Írak og þessi gríðar miklu átök sem geisa í landinu." Hún segist á öndverðri skoðun við Davíð og ósátt við orð sem hann sagði í eyru Bandaríkjaforseta í heimsókn sinni vestur um haf. "Mér finnst gagnrýnisvert að hann skyldi á fundi sínum með Bush hafa talað um að það væri friðvænlegra fyrir alla í heiminum eftir innrásina í Írak. Því er ég fullkomlega ósammála."
Alþingi Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira