Fyrirtæki borguðu ísjakann í París 12. október 2004 00:01 Menningarkynning í París - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Töluvert hefur borið á fréttum um kynninguna á íslenskum menntum og menningu í Frakklandi í íslenskum fjölmiðlum (Islande - de glace et de feu), einkum sjónvarpi, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Reyndar hvergi nærri eins mikið og í Frakklandi, eðli málsins samkvæmt. Ýmiss konar samanburður sést og fullyrðingar margar. Þess vegna er rétt að fram komi nokkrar staðreyndir í málinu. Framlag íslenska ríkisins er vissulega myndarlegt og vafalaust má telja að þar á bæ geti einhver lagt fram lokatölu sem við á. Þessu til viðbótar koma mjög rausnarleg framlög fjórtán styrktaraðila (fyrirtækja) og ígildi framlaga tveggja til viðbótar í formi ókeypis flutninga. Líklega eru þær upphæðir samtals svipaðar og framlög ríkisins og íþyngja fjárútlátin ekki almenningi í landinu. Þessu til viðbótar verður að minna á framlag Frakka en það sýnist mér vera þrefalt á við það sem við íslenskir skattgreiðendur leggjum fram. Samkvæmt áætlunum Frakka munu a.m.k. 100.000 gestir sækja viðburðina og margföld sú tala fræðast um land og þjóð í gegnum fjölmiðla meðan á kynningunni stendur. Lítið hefur verið fjallað um þá sem unnu s.k. vísindasýningu. Þar kemur við sögu verkfræði- og ráðgjafastofan Línuhönnun sem sá um alla verkefnisstjórnun, hönnun (með Árna Páli Jóhannssyni og Írisi Ríkharðsdóttur), alla tæknivinnu (með Exton/Kristjáni Magnússyni), texta- og myndgerð (undirritaður) og hljóðsetningu (með Hilmari Erni). Fyrirtækið setti einnig sýninguna upp ásamt kynningu á styrktaraðilum í hliðarsal. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir sérútgáfu Iceland Review á frönsku í tengslum við kynninguna og á vísindasýningunni er tugþúsundum bæklinga um efni hennar, og með tenglum til frekari fræðslu, dreift ókeypis til sýningargesta. Þá mun tímarit Palais de la Découverte fjalla um Ísland. Ísjakinn frægi kostaði íslenska skattgreiðendur ekki krónu í reynd. Eftir að hugmyndin fæddist síðla vors var verktakafyrirtækið Ístak fengið til samstarfs ásamt Eimskip. Ístak tók að sér að ná í jakann með fulltingi undirritaðs og þeirra sem reka ferðamannaútgerðina við Jökulsárlón. Þeir aðilar og Ístak gáfu alla vinnu eystra og Ístak kostaði svo flutninginn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom tók Eimskip við klakanum, setti í frystigám og flutti hann ókeypis til Rotterdam og áfram til Parísar. Parísarborg tók að sér að hífa klumpinn af flutningabíl og koma honum fyrir á stéttinni fyrir framan sýningarstaðinn þar sem vísindasýningin stendur yfir og opnunarhátíðin fór fram. Sem sagt: Það fór ekkert jafngildi einhverra framlaga íslenska ríkisins til fræðslu- eða heilbrigðismála í að útvega góðan áhugavaka handa frönskum fjölmiðlum og almenningi. Tvö íslensk fyrirtæki borguðu brúsann fyrst og fremst af því þeim þótti hugmyndin áhugaverð og framkvæmdin skemmtileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarkynning í París - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Töluvert hefur borið á fréttum um kynninguna á íslenskum menntum og menningu í Frakklandi í íslenskum fjölmiðlum (Islande - de glace et de feu), einkum sjónvarpi, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Reyndar hvergi nærri eins mikið og í Frakklandi, eðli málsins samkvæmt. Ýmiss konar samanburður sést og fullyrðingar margar. Þess vegna er rétt að fram komi nokkrar staðreyndir í málinu. Framlag íslenska ríkisins er vissulega myndarlegt og vafalaust má telja að þar á bæ geti einhver lagt fram lokatölu sem við á. Þessu til viðbótar koma mjög rausnarleg framlög fjórtán styrktaraðila (fyrirtækja) og ígildi framlaga tveggja til viðbótar í formi ókeypis flutninga. Líklega eru þær upphæðir samtals svipaðar og framlög ríkisins og íþyngja fjárútlátin ekki almenningi í landinu. Þessu til viðbótar verður að minna á framlag Frakka en það sýnist mér vera þrefalt á við það sem við íslenskir skattgreiðendur leggjum fram. Samkvæmt áætlunum Frakka munu a.m.k. 100.000 gestir sækja viðburðina og margföld sú tala fræðast um land og þjóð í gegnum fjölmiðla meðan á kynningunni stendur. Lítið hefur verið fjallað um þá sem unnu s.k. vísindasýningu. Þar kemur við sögu verkfræði- og ráðgjafastofan Línuhönnun sem sá um alla verkefnisstjórnun, hönnun (með Árna Páli Jóhannssyni og Írisi Ríkharðsdóttur), alla tæknivinnu (með Exton/Kristjáni Magnússyni), texta- og myndgerð (undirritaður) og hljóðsetningu (með Hilmari Erni). Fyrirtækið setti einnig sýninguna upp ásamt kynningu á styrktaraðilum í hliðarsal. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir sérútgáfu Iceland Review á frönsku í tengslum við kynninguna og á vísindasýningunni er tugþúsundum bæklinga um efni hennar, og með tenglum til frekari fræðslu, dreift ókeypis til sýningargesta. Þá mun tímarit Palais de la Découverte fjalla um Ísland. Ísjakinn frægi kostaði íslenska skattgreiðendur ekki krónu í reynd. Eftir að hugmyndin fæddist síðla vors var verktakafyrirtækið Ístak fengið til samstarfs ásamt Eimskip. Ístak tók að sér að ná í jakann með fulltingi undirritaðs og þeirra sem reka ferðamannaútgerðina við Jökulsárlón. Þeir aðilar og Ístak gáfu alla vinnu eystra og Ístak kostaði svo flutninginn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom tók Eimskip við klakanum, setti í frystigám og flutti hann ókeypis til Rotterdam og áfram til Parísar. Parísarborg tók að sér að hífa klumpinn af flutningabíl og koma honum fyrir á stéttinni fyrir framan sýningarstaðinn þar sem vísindasýningin stendur yfir og opnunarhátíðin fór fram. Sem sagt: Það fór ekkert jafngildi einhverra framlaga íslenska ríkisins til fræðslu- eða heilbrigðismála í að útvega góðan áhugavaka handa frönskum fjölmiðlum og almenningi. Tvö íslensk fyrirtæki borguðu brúsann fyrst og fremst af því þeim þótti hugmyndin áhugaverð og framkvæmdin skemmtileg.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun