Sýna okkur ekki hvað þeir bjóða 14. október 2004 00:01 Tvennt kemur í veg fyrir að kennarar geti gengið að tilboði samninganefndar sveitarfélaganna frá í síðustu viku, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Annað er að samninganefnd sveitarfélaganna hafi ekki enn sýnt hvað nákvæmlega sé verið að bjóða kennurum, en hitt er að vinnutímalækkun komi ekki fram fyrr en seint og síðar meir. "Í fyrsta lagi hafa þeir ekki sagt okkur hvað þeir eru að bjóða okkur. Það er grundvallaratriði. Við höfum verið með mjög skýra kröfu upp á ákveðna upphæð. Við höfum spurt á móti hvað það sé í raun sem þeir eru að bjóða okkur þannig að við getum séð hver okkar prósenta er og hver þeirra prósenta er. Því hafa þeir ekki getað svarað," segir Eiríkur. Hitt er að þrátt fyrir að sveitarfélögin bjóði kennslulækkun komi hún ekki fram fyrr en seinna, einn klukkutími eftir ár og annar ekki fyrr en eftir fjögur ár. "Ef vinnutímabreytingin væri í nútíðinni en ekki einhvern tíma inni í framtíðinni liti myndin öðruvísi út. Fólk sem er búið að vera einhverjar vikur í verkfalli og fórna miklu horfir á daginn í dag og daginn á morgun og næstu daga. Það kaupir það enginn út úr verkfalli fyrir eitthvað sem á að gerast 2008." Annað sem kemur í veg fyrir þetta er að ef forsendur samningsins bresta á samningstímanum glata kennarar seinni tímanum ef þeir segja samningnum upp, en það segir Eiríkur ekki koma til greina. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Sjá meira
Tvennt kemur í veg fyrir að kennarar geti gengið að tilboði samninganefndar sveitarfélaganna frá í síðustu viku, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Annað er að samninganefnd sveitarfélaganna hafi ekki enn sýnt hvað nákvæmlega sé verið að bjóða kennurum, en hitt er að vinnutímalækkun komi ekki fram fyrr en seint og síðar meir. "Í fyrsta lagi hafa þeir ekki sagt okkur hvað þeir eru að bjóða okkur. Það er grundvallaratriði. Við höfum verið með mjög skýra kröfu upp á ákveðna upphæð. Við höfum spurt á móti hvað það sé í raun sem þeir eru að bjóða okkur þannig að við getum séð hver okkar prósenta er og hver þeirra prósenta er. Því hafa þeir ekki getað svarað," segir Eiríkur. Hitt er að þrátt fyrir að sveitarfélögin bjóði kennslulækkun komi hún ekki fram fyrr en seinna, einn klukkutími eftir ár og annar ekki fyrr en eftir fjögur ár. "Ef vinnutímabreytingin væri í nútíðinni en ekki einhvern tíma inni í framtíðinni liti myndin öðruvísi út. Fólk sem er búið að vera einhverjar vikur í verkfalli og fórna miklu horfir á daginn í dag og daginn á morgun og næstu daga. Það kaupir það enginn út úr verkfalli fyrir eitthvað sem á að gerast 2008." Annað sem kemur í veg fyrir þetta er að ef forsendur samningsins bresta á samningstímanum glata kennarar seinni tímanum ef þeir segja samningnum upp, en það segir Eiríkur ekki koma til greina.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Sjá meira