Lög ekki til umræðu 18. október 2004 00:01 Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira