Tuga milljóna tjón 19. október 2004 00:01 Víst þykir að kviknað hafi í út frá heyi þegar 600-700 fjár brunnu inni á bænum Knerri á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Fjárhús, hlaða og vélageymsla, og margar vinnuvélar, brunnu þar til kaldra kola. Tjón er metið á tugi milljóna króna. Menn lögðu sig í mikinn háska við að reyna að bjarga sauðfénu. Bærinn Knörr er í Breiðuvík á utanverðu Snæfellsnesi. Fólk á bænum varð eldsins vart á áttunda tímanum í gærkvöldi og kallaði þegar á hjálp. Upptök eldsins voru í heyi í hlöðu en súrheysþurrkun var í gangi. Milli 20 og 30 slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Snæfellsbæjar og Grundartanga börðust við eldinn en slökkvistarf gekk afleitlega vegna hvassviðris og sviptivinda. Menn lögðu sig í mikla hættu; bæði fuku bárujárnsplötur og eldtungur gusu á móti mönnum þegar þeir reyndu að bjarga sauðfénu út. Í fjárhúsunum voru hátt í 700 lömb en til stóð að senda þau í sláturhús í fyrramálið. Aðeins tókst að bjarga 10-20 lömbum úr eldinum. Eldurinn barst einnig í vélageymslu og eyðilagðist fjöldi dýrra og stórra tækja, þ.á m. þrjár dráttarvélar, flutningabíll, skurðgrafa og heyvinnutæki. Slökkviliðsmenn lentu í vandræðum vegna vatnsskorts og þurftu að sækja vatn á næsta bæ. Svo skjótt magnaðist raunar eldurinn að það var líkast til sem sprenging yrði og þótti mikið mildi að mennirnir, sem reyndu að bjarga fénu, skulu hafa sloppið ómeiddir. MYND/PjeturMYND/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Víst þykir að kviknað hafi í út frá heyi þegar 600-700 fjár brunnu inni á bænum Knerri á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Fjárhús, hlaða og vélageymsla, og margar vinnuvélar, brunnu þar til kaldra kola. Tjón er metið á tugi milljóna króna. Menn lögðu sig í mikinn háska við að reyna að bjarga sauðfénu. Bærinn Knörr er í Breiðuvík á utanverðu Snæfellsnesi. Fólk á bænum varð eldsins vart á áttunda tímanum í gærkvöldi og kallaði þegar á hjálp. Upptök eldsins voru í heyi í hlöðu en súrheysþurrkun var í gangi. Milli 20 og 30 slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Snæfellsbæjar og Grundartanga börðust við eldinn en slökkvistarf gekk afleitlega vegna hvassviðris og sviptivinda. Menn lögðu sig í mikla hættu; bæði fuku bárujárnsplötur og eldtungur gusu á móti mönnum þegar þeir reyndu að bjarga sauðfénu út. Í fjárhúsunum voru hátt í 700 lömb en til stóð að senda þau í sláturhús í fyrramálið. Aðeins tókst að bjarga 10-20 lömbum úr eldinum. Eldurinn barst einnig í vélageymslu og eyðilagðist fjöldi dýrra og stórra tækja, þ.á m. þrjár dráttarvélar, flutningabíll, skurðgrafa og heyvinnutæki. Slökkviliðsmenn lentu í vandræðum vegna vatnsskorts og þurftu að sækja vatn á næsta bæ. Svo skjótt magnaðist raunar eldurinn að það var líkast til sem sprenging yrði og þótti mikið mildi að mennirnir, sem reyndu að bjarga fénu, skulu hafa sloppið ómeiddir. MYND/PjeturMYND/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira