Tveir af fjörtíu voru í bílbeltum 19. október 2004 00:01 Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira