Vitni óttast axarmanninn 21. október 2004 00:01 Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira