Innlent

Kom konu ekki undir læknishendur

Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara fyrir brot gegn lífi og limum með því að hafa ekki komið ungri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega. Konan, sem var 22 ára, fannst látin í heimahúsi á Lindargötu í ágúst á síðasta ári. Maðurinn sem nú er ákærður hringdi og tilkynnti lát konunnar til lögreglu. Hann var handtekinn og úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald í kjölfarið. Honum var hins vegar sleppt eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu. Endanlegar niðurstöður krufningar sýndu fram á að konan lést af völdum banvænnar kókaín- og e-töflu eitrunar. Brotið sem maðurinn er ákærður fyrir getur varðar allt að tveggja ára fangelsi. Verjandi mannsins sagði skjólstæðing sinn hafna ákærunni en maðurinn boðaði forföll vegna veikinda og mætti ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar málið var þingfest í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×