15 prósenta launahækkun hafnað 22. október 2004 00:01 Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira