Hefur séð áverka á líkama og sál 23. október 2004 00:01 Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneytendur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bankana nota sínar leiðir til að innheimta skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. "Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leiðir til að innheimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipulagðan hátt. Hvernig innheimtuaðgerðirnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana," segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldrar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með ofbeldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. "Foreldrar og skyldmenni vímuefnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverjir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ættingum vegna skuldbindinga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess," segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í héraðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneytendur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bankana nota sínar leiðir til að innheimta skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. "Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leiðir til að innheimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipulagðan hátt. Hvernig innheimtuaðgerðirnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana," segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldrar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með ofbeldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. "Foreldrar og skyldmenni vímuefnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverjir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ættingum vegna skuldbindinga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess," segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í héraðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent