Úrvalsvísitalan lækkar áfram 27. október 2004 00:01 Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Sjá meira
Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Sjá meira