Föstudagsbleikjur með pestó 28. október 2004 00:01 Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati. Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið
Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati.
Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið