Samskiptin komin í eðlilegt horf 30. október 2004 00:01 Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50% Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50%
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira