Kaupmáttarrýrnun hjá kennurum 30. október 2004 00:01 Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira