Miklar sprengingar í gígnum 2. nóvember 2004 00:01 Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira