Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Erfitt að flytja tíma­bundið heim í tóm hús

Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili.

Innlent
Fréttamynd

Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar

Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Stór skjálfti rétt hjá Gríms­ey

Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Annar snarpur skjálfti í Ljósu­fjallakerfi

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðar­bungu

Skjálfti af stærð M4,8 varð í Bárðarbungu klukkan 21:14 í kvöld og nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftinn fannst meðal annars í Suðursveit en engin merki eru um gosóróa.

Innlent
Fréttamynd

Mæðgin á stóra sviðinu í Fen­eyjum með ís­lenskan arki­tektúr

Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur.

Menning
Fréttamynd

Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suður­landi

„Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter.

Innlent
Fréttamynd

Segir lík­lega langt í næsta gos við Sund­hnúka

Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir að þróunin hafi verið að tíminn milli gosa hafi verið að lengjast, og það sé möguleiki á að það verði ekki fleiri gos á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Gæti þurft að reisa varnar­garða á höfuð­borgar­svæðinu

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Geti sagt fyrir um eld­gos við höfuð­borgar­svæðið með nokkurra vikna fyrir­vara

Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hraðara en eftir síðustu eld­gos

Landris heldur áfram undir Svartsengi og mælist það nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Of snemmt er að segja til um þróun á hraða kvikusöfnunarinnar en á meðan hún heldur áfram eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum.

Innlent
Fréttamynd

Kvikugangur frá Krýsu­vík gæti náð inn í Heið­mörk

Kvikugangurinn stóri, sem myndaðist í eldsumbrotunum við Grindavík í síðustu viku, minnir óþyrmilega á þá ógn sem Reykjavíkursvæðinu gæti stafað af Reykjaneseldum. Nýlegt dæmi sýnir að kvikugangar geta brotist upp með eldgosi tugi kílómetra frá megineldstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ó­rói mældist við Torfa­jökul

Órói mældist við Torfajökul laust eftir klukkan átta í kvöld en er að mestu dottinn niður. Talið er að óróinn tengist breytingum á jarðhitakerfinu í kringum jökulinn.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hafið og enn dregur úr skjálfta­virkni

Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi.

Innlent