Ný goshrina hafin 2. nóvember 2004 00:01 Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira