Verulegur kraftur í gosinu 3. nóvember 2004 00:01 Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. Þeir voru þrír sem lögðu af stað akandi úr Reykjavík þegar um tíuleytið í fyrrakvöld þegar staðfest var að eldgos væri hafið. Þeir Sigmundur Sæmundsson og Jón Ólafur Magnússon fóru ásamt myndatökumanni Stöðvar 2, Friðriki Þór Halldórssyni. Þeim gekk reyndar erfiðlega að komast að jöklinum, festust í Jökulá, og voru þeir ekki komnir að eldstöðinni fyrr en klukkan tvö í gærdag eftir sextán stunda akstur úr borginni. En ferðalagið var þess virði. Aðspurður um hvað standi standi upp úr við þetta gos og aðdraganda þess segir Páll Einarsson prófessor að það sé staðfestingin á því að gos geti komið í kjölfar hlaups. Hann segir að vitað hafi verið að eldstöðin var tilbúin til að gjósa og að hlaup væri tilbúið að fara af stað og að mjög athyglisvert hafi verið að fylgjast með samspilinu þarna á milli. Páll segir þetta líklega í fyrsta sinn sem tekist hafi að segja fyrir um atburðarásina með löngum fyrirvara, „miðtímafyrirvara“ og skammtímafyrirvara. Páll segir gosið hafa verið nokkuð stöðugt í dag en krafturinn hafi verið ívið minni en í gær. Hægt er að horfa á hinar mögnuðu myndir af gosinu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. Þeir voru þrír sem lögðu af stað akandi úr Reykjavík þegar um tíuleytið í fyrrakvöld þegar staðfest var að eldgos væri hafið. Þeir Sigmundur Sæmundsson og Jón Ólafur Magnússon fóru ásamt myndatökumanni Stöðvar 2, Friðriki Þór Halldórssyni. Þeim gekk reyndar erfiðlega að komast að jöklinum, festust í Jökulá, og voru þeir ekki komnir að eldstöðinni fyrr en klukkan tvö í gærdag eftir sextán stunda akstur úr borginni. En ferðalagið var þess virði. Aðspurður um hvað standi standi upp úr við þetta gos og aðdraganda þess segir Páll Einarsson prófessor að það sé staðfestingin á því að gos geti komið í kjölfar hlaups. Hann segir að vitað hafi verið að eldstöðin var tilbúin til að gjósa og að hlaup væri tilbúið að fara af stað og að mjög athyglisvert hafi verið að fylgjast með samspilinu þarna á milli. Páll segir þetta líklega í fyrsta sinn sem tekist hafi að segja fyrir um atburðarásina með löngum fyrirvara, „miðtímafyrirvara“ og skammtímafyrirvara. Páll segir gosið hafa verið nokkuð stöðugt í dag en krafturinn hafi verið ívið minni en í gær. Hægt er að horfa á hinar mögnuðu myndir af gosinu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira