Furðu lostnir bræður áfrýja 5. nóvember 2004 00:01 Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira