Héraðsdómur klofnaði í málinu 5. nóvember 2004 00:01 Rúnar Ben Maitsland var dæmdur í fimm ára fangelsi í dag fyrir innflutning á fíkniefnum. Tvíburabróðir hans, Davíð Ben Maitsland, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjavíkur klofnaði í niðurstöðu sinni en einn af þremur dómurum vildi sýkna bræðurna. Málið er hluti af fíkniefnamáli sem Hæstiréttur dæmdi í á síðasta ári. Rúnar Ben hlaut þá fimm ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Hann var þá á skilorði vegna fjögurra ára dóms, einnig vegna fíkniefnabrots. Nú var réttað vegna 27 kílóa af hassi sem ekki var lagt hald á. Ákæran byggði á framburði erlendra aðila sem tekin var upp í gegnum síma. Sýnt þykir að tvíburabróðir Rúnars, Davíð Ben, hafi tekið við hluta af efninu. Hvorki Rúnar né Davíð voru viðstaddir dómsuppsögu í dag en báðir höfðu neitað sök. Tveir dómarar af þremur töldu framburð þeirra bræðra ótrúverðugan og að gögn málsins sanni að þeir hafi staðið að smyglinu í tíu ferðum hingað til lands, með flugi og skipi. Efnin, sem að götuverðmæti eru um 50 milljónir króna, hafi svo verið seld. Þriðji dómarinn, Guðjón Marteinsson, vildi hins vegar sýkna þá bræður á þeim forsendum að vitni hafi ekki fengist til að koma fyrir dóm og engin gögn liggi fyrir um það hvað varð um efnin, enda hafi enginn kaupandi verið yfirheyrður. Verjandi Rúnars, Ólafur Sigurgeirsson, tekur undir þá niðurstöðu og býst fastlega við að dóminum verði áfrýjað. Hann segir mjög sérstakt að sakfellt sé í málinu þar sem haldlögð fíkniefni séu engin, ekkert vitni hafi komið fyrir dóminn og engir peningar, sala, uppsetning eða dreifing liggi fyrir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Rúnar Ben Maitsland var dæmdur í fimm ára fangelsi í dag fyrir innflutning á fíkniefnum. Tvíburabróðir hans, Davíð Ben Maitsland, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjavíkur klofnaði í niðurstöðu sinni en einn af þremur dómurum vildi sýkna bræðurna. Málið er hluti af fíkniefnamáli sem Hæstiréttur dæmdi í á síðasta ári. Rúnar Ben hlaut þá fimm ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Hann var þá á skilorði vegna fjögurra ára dóms, einnig vegna fíkniefnabrots. Nú var réttað vegna 27 kílóa af hassi sem ekki var lagt hald á. Ákæran byggði á framburði erlendra aðila sem tekin var upp í gegnum síma. Sýnt þykir að tvíburabróðir Rúnars, Davíð Ben, hafi tekið við hluta af efninu. Hvorki Rúnar né Davíð voru viðstaddir dómsuppsögu í dag en báðir höfðu neitað sök. Tveir dómarar af þremur töldu framburð þeirra bræðra ótrúverðugan og að gögn málsins sanni að þeir hafi staðið að smyglinu í tíu ferðum hingað til lands, með flugi og skipi. Efnin, sem að götuverðmæti eru um 50 milljónir króna, hafi svo verið seld. Þriðji dómarinn, Guðjón Marteinsson, vildi hins vegar sýkna þá bræður á þeim forsendum að vitni hafi ekki fengist til að koma fyrir dóm og engin gögn liggi fyrir um það hvað varð um efnin, enda hafi enginn kaupandi verið yfirheyrður. Verjandi Rúnars, Ólafur Sigurgeirsson, tekur undir þá niðurstöðu og býst fastlega við að dóminum verði áfrýjað. Hann segir mjög sérstakt að sakfellt sé í málinu þar sem haldlögð fíkniefni séu engin, ekkert vitni hafi komið fyrir dóminn og engir peningar, sala, uppsetning eða dreifing liggi fyrir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira