Ekki aðeins kennarar óánægðir 6. nóvember 2004 00:01 Það eru ekki bara kennarar sem eru óánægðir með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þorri sveitarstjórnarmanna er óánægður með tillöguna og segir hana of dýra fyrir sveitarfélögin. Það er sama við hvern er rætt innan kennarastéttarinnar, nær allir eru á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld. Það gildir jafnt um hina breiðu fylkingu kennara og um trúnaðarmenn og forystusveit kennara. Fari svo að tillagan verði felld telja heimildarmenn fréttastofu að staðan sé í raun verri en fyrir viku. Fyrir utan það að kennarar telja launin ekki hækka nægilega á samningstímabilinu, eða um 16,5 prósent fram til maíloka 2008 sem þeir segja að hangi ekki einu sinni í verðbólgunni, þá vegur þungt í óánægju þeirra að lífaldurstenging er algjör í tillögunni og starfsaldurstenging engin. Þetta eru ungir sem aldnir sammála um að sé óásættanlegt. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnarmenn séu ekki síður óánægðir með miðlunartillögurnar en kennarar. Þeim sé brugðið yfir því hversu dýr hún sé og hafi rætt sín á milli um hvort hægt sé að stokka upp viðræðurnar í samræmi við fyrri útspil samningaviðræðnanna, þ.e.a.s. fari svo að tillagan verði felld. Í grófum dráttum segir Stefán Jón að hugmyndin gangi út á að breyta kostnaðarhækkunum í meiri launalegan ávinning fyrir kennara svo allir geti gengið sáttir frá borði. Umfram allt telja þeir mikilvægt að viðræðurnar hrökkvi ekki í það far sem þær voru í fyrir tíu dögum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Það eru ekki bara kennarar sem eru óánægðir með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þorri sveitarstjórnarmanna er óánægður með tillöguna og segir hana of dýra fyrir sveitarfélögin. Það er sama við hvern er rætt innan kennarastéttarinnar, nær allir eru á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld. Það gildir jafnt um hina breiðu fylkingu kennara og um trúnaðarmenn og forystusveit kennara. Fari svo að tillagan verði felld telja heimildarmenn fréttastofu að staðan sé í raun verri en fyrir viku. Fyrir utan það að kennarar telja launin ekki hækka nægilega á samningstímabilinu, eða um 16,5 prósent fram til maíloka 2008 sem þeir segja að hangi ekki einu sinni í verðbólgunni, þá vegur þungt í óánægju þeirra að lífaldurstenging er algjör í tillögunni og starfsaldurstenging engin. Þetta eru ungir sem aldnir sammála um að sé óásættanlegt. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnarmenn séu ekki síður óánægðir með miðlunartillögurnar en kennarar. Þeim sé brugðið yfir því hversu dýr hún sé og hafi rætt sín á milli um hvort hægt sé að stokka upp viðræðurnar í samræmi við fyrri útspil samningaviðræðnanna, þ.e.a.s. fari svo að tillagan verði felld. Í grófum dráttum segir Stefán Jón að hugmyndin gangi út á að breyta kostnaðarhækkunum í meiri launalegan ávinning fyrir kennara svo allir geti gengið sáttir frá borði. Umfram allt telja þeir mikilvægt að viðræðurnar hrökkvi ekki í það far sem þær voru í fyrir tíu dögum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira