Fá tvær vikur til lausnar 8. nóvember 2004 00:01 Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samninga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: "Gunnar er sveitarstjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur," segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: "Efnahagslífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni." Eiríkur segir hvern sem skilja vilji sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. "Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunartillagan verði felld." Eiríkur segir miðlunartillöguna ekki mæta kröfum kennara: "Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjarasamninginn." Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillögunni: "Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, segir lög ekki á hans snærum: "Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetningar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samninga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: "Gunnar er sveitarstjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur," segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: "Efnahagslífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni." Eiríkur segir hvern sem skilja vilji sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. "Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunartillagan verði felld." Eiríkur segir miðlunartillöguna ekki mæta kröfum kennara: "Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjarasamninginn." Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillögunni: "Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, segir lög ekki á hans snærum: "Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetningar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira