Amfetamín falið í loftpressu 8. nóvember 2004 00:01 Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira