Verkfall brestur á að nýju 8. nóvember 2004 00:01 Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. Tæplega fimmþúsund kennararar voru á kjörskrá um miðlunartillögu sáttasemjara. Klukkan eitt í dag rann út frestur til að skila inn atkvæðum og þá höfðu 4617 kennarar skilað inn atkvæði sínu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir úrslitin þýða að miðlunartillagan hafi fengið mjög eindregna og skýra andstöðu. Hann segist þurfa að ráðgast við samningsaðila áður en ákveðið verði hvert næsta skref sé og á von á því að boðað verði til fundar strax í kvöld. Gunnar Rafn Sigurbjörnssonm, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir þetta þýða að samningsaðilar séu komnir aftur á byrjunarreit. Að sögn Gunnars mun nefndin fara fram á það við kennara að verkfallinu verði aflýst því aðstæðurnar í þjóðfélaginu séu það þungbærar að þær trufli gang eðlilegra viðræðna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir þetta líklega mest afgerandi niðurstöðu kosninga innan raða stéttarinnar. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu félagsmanna um að það sem verið hafi á borðinu sé langt frá því sem nokkur geti sætt sig við. Þetta eru því skilaboð til forystunnar um að halda áfram með viðræðurnar. Eiríkur segir ekki mögulegt að fresta verkfalli án þess að fyrir liggi viðunandi samningstilboð. Verkfall mun því að öllu óbreyttu hefjast að nýju á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. Tæplega fimmþúsund kennararar voru á kjörskrá um miðlunartillögu sáttasemjara. Klukkan eitt í dag rann út frestur til að skila inn atkvæðum og þá höfðu 4617 kennarar skilað inn atkvæði sínu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir úrslitin þýða að miðlunartillagan hafi fengið mjög eindregna og skýra andstöðu. Hann segist þurfa að ráðgast við samningsaðila áður en ákveðið verði hvert næsta skref sé og á von á því að boðað verði til fundar strax í kvöld. Gunnar Rafn Sigurbjörnssonm, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir þetta þýða að samningsaðilar séu komnir aftur á byrjunarreit. Að sögn Gunnars mun nefndin fara fram á það við kennara að verkfallinu verði aflýst því aðstæðurnar í þjóðfélaginu séu það þungbærar að þær trufli gang eðlilegra viðræðna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir þetta líklega mest afgerandi niðurstöðu kosninga innan raða stéttarinnar. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu félagsmanna um að það sem verið hafi á borðinu sé langt frá því sem nokkur geti sætt sig við. Þetta eru því skilaboð til forystunnar um að halda áfram með viðræðurnar. Eiríkur segir ekki mögulegt að fresta verkfalli án þess að fyrir liggi viðunandi samningstilboð. Verkfall mun því að öllu óbreyttu hefjast að nýju á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent