Flestir vilja Kristin í nefndir 8. nóvember 2004 00:01 Meirihluti þjóðarinnar er andvígur þeirri ákvörðun meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma á laugardag. Tæp átján prósent þeirra sem tóku afstöðu voru fylgjandi þessari ákvörðun, en rúmlega 82 prósent andvíg. Svo til enginn munur var á afstöðu kynjanna, en aðeins meiri munur er á afstöðu fólks á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Um 16 prósent svarenda á landsbyggðinni sögðust styðja ákvörðun meirihluta þingflokksins samanborið við tæp 19 prósent höfuðborgarbúa. Ef einungis er litið til þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn er afstaðan ekki eins afdráttarlaus. Tæp 49 prósent framsóknarmanna sögðust styðja ákvörðun meirihluta þingflokksins en um 51 prósent voru því andvíg. Þó verður að setja þann fyrirvara á að stuðningsmenn Framsóknarflokksins í könnuninni eru of fáir til að meta afstöðu flokksmanna. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Styður þú ákvörðun meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins um að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis? Svarhlutfallið var 74,5 prósent. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar er andvígur þeirri ákvörðun meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma á laugardag. Tæp átján prósent þeirra sem tóku afstöðu voru fylgjandi þessari ákvörðun, en rúmlega 82 prósent andvíg. Svo til enginn munur var á afstöðu kynjanna, en aðeins meiri munur er á afstöðu fólks á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Um 16 prósent svarenda á landsbyggðinni sögðust styðja ákvörðun meirihluta þingflokksins samanborið við tæp 19 prósent höfuðborgarbúa. Ef einungis er litið til þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn er afstaðan ekki eins afdráttarlaus. Tæp 49 prósent framsóknarmanna sögðust styðja ákvörðun meirihluta þingflokksins en um 51 prósent voru því andvíg. Þó verður að setja þann fyrirvara á að stuðningsmenn Framsóknarflokksins í könnuninni eru of fáir til að meta afstöðu flokksmanna. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Styður þú ákvörðun meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins um að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis? Svarhlutfallið var 74,5 prósent.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira